Sigurður Þórarinsson - Mynd af manni I-II

12.900 kr 12900.0 ISK 12.900 kr

11.622 kr


    Þessi samsetning er ekki til.

    Bæta í körfu    Deila vöru:

    Sigurður Þórarinsson er einn kunnasti vísindamaður Íslendinga fyrr og síðar. Hann var nýkominn heim frá námi í jarðfræði þegar stórgos varð í Heklu 1947. Hann rannsakaði það og útskýrði og síðan öll önnur eldgos sem á eftir komu hér á landi svo lengi sem hann lifði. Sigurður hlaut alþjóðlega athygli og ekki síst fyrir að þróa sérstaka fræðigrein, öskulagafræði. Hann gjörþekkti landið, eldgosin, jöklana og jarðlögin en líka sögu og menningu og glæddi áhuga og þekkingu þjóðarinnar á náttúru landsins og mikilvægi náttúruverndar. Sigurður var einnig vinsælt söngvaskáld og margir texta hans eru enn sungnir eins og til að mynd Vorkvöld í Reykjavík.


    Höfundur bókarinnar er Sigrún Helgadóttir, kennari, líffræðingur og rithöfundur sem sérhæft hefur sig í náttúruvernd og umhverfismennt. Eftir hana liggja bækur um þjóðgarðana í Jökulsárgljúfrum og Þingvöllum auk margra fleiri rita.